Lyftur

Í Hlíðarfjalli eru sjö skíðalyftur

Auður: Toglyfta sem liggur á milli Fjarkans og Skíðastaða.

Töfrateppi: Færiband fyrir yngstu börnin ofan við Skíðastaði.

Hólabraut: Diskalyfta sunnan Skíðastaða sem liggur að Hjallabraut.

Skálabraut: Diskalyfta á milli Hólabrautar og Fjarkans.

Hjallabraut: Diskalyfta, liggur frá Hólabraut og upp undir Strýtuskála

Fjarkinn: Fjögurra sæta stólalyfta sem liggur frá neðsta hluta skíðasvæðisins og að Stromplyftu.  

Strompur: T-lyfta sem er efsta lyfta svæðisins og er neðri endastöð við Strýtu.

Fjallkonan: Fjögurra sæta stólalyfta sem byrjar rétt neðan Strýtuskála og fer hæst á svæðinu í 1014m.

Efri endastöð nær í 1014 m.y.s. Lyfturnar á svæðinu geta samanlagt flutt 4.920 manns á klst. en samfelldur hæðarmunur á skíðabrekkunum er rúmlega 500 metrar.